Innlent

Einungis tansanísk börn betri í píp-testi en þau íslensku

Atli Ísleifsson skrifar
Niðurstöður alls 1,1 milljón barna í fimmtíu löndum voru rannsakaðar.
Niðurstöður alls 1,1 milljón barna í fimmtíu löndum voru rannsakaðar. Vísir/Getty
Aðeins börn í Tansaníu komu betur út í píp-testi en þau íslensku samkvæmt nýrri rannsókn sem sagt er frá í British Journal of Sports Medicine.

Kanadamaðurinn Justin Lang og samstarfsmenn hans greindu hvernig börn á aldrinum níu til sautján ára frá fimmtíu löndum stóðu sig í svokölluðu píp-testi, þar sem hlaupin er tuttugu metra leið, eins oft og mögulegt er og þar sem tíminn sem gefst til að hlaupa hverja ferð styttist reglulega þegar líður á prófið.

Niðurstöður alls 1,1 milljón barna voru rannsakaðar. Börn frá Tansaníu, Íslandi, Eistlandi, Noregi og Japan komu best út í rannsókninni, en börn frá Mexíkó, Perú, Lettlandi og Bandaríkjunum verst.

Tansanísk börn hlupu að meðaltali 1,5 kílómetra áður en þau hættu hlaupum, en mexíkósk börn, sem náðum verstum árangri, eftir einungis 400 metra.

Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að í þróunarríkjum þar sem félagslegir og efnahagslegir þættir hafa batnað, þá versni frammistaða barna í píp-testi. Í þróuðum ríkjum er þessu öfugt farið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×