SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 11:48

Arnór kemur inn í landsliđiđ fyrir leikinn gegn Írlandi

SPORT

Einu víti frá ţví ađ missa stigatitilinn

 
Körfubolti
08:00 11. MARS 2017
Enginn skorađi meira en Amin Stevens í vetur.
Enginn skorađi meira en Amin Stevens í vetur. VÍSIR/ANTON

Keflvíkingurinn Amin Stevens varð stigahæsti leikmaður Domino’s-deildar karla í körfubolta á þessu tímabili en hann skorað 29,5 stig að meðaltali í 22 leikjum Keflavíkur í deildinni.

Það munaði þó ótrúlega litlu að Stevens missti stigakóngstitilinn til Flenards Whitfield í Skallagrími í lokaumferðinni. Flenard Whitfield skoraði nefnilega 50 stig í lokaleik sínum og þegar leik Skallagríms lauk í Grindavík var Whitfield kominn yfir Amin Stevens.

Amin Stevens átti hins vegar lokaorðið. Hann komst á vítalínuna í lokin á leiknum við ÍR í Seljaskóla og tókst ekki aðeins að tryggja Keflavík framlengingu heldur gaf sér einnig tækifæri til að endurheimta efsta sætið á listanum yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar.

Flenard Whitfield var fyrir vítin með tveggja stiga forskot á Stevens og miðherji Keflavíkurliðins var nýbúinn að klikka á tveimur vítaskotum. Stevens setti hins vegar bæði vítin niður, jafnaði leikinn og um leið við Whitfield.

Stevens tryggði sér síðan stigakóngstitilinn með því að skora þrjú stig í framlengingunni.
Amin tók einnig flest fráköst í deildinni í vetur (15,3) og var með langhæsta framlagið (37,0) af öllum leikmönnum deildarinnar. Stevens var líka með bestu skotnýtinguna í deildinni en 61 prósent skota hans rataði rétta leið.

Tobin Carberry hjá Þór var þriðji stigahæstur með 27,3 stig í leik en hann var ennfremur á topp tíu í stigum, fráköstum (11,1, – 5. sæti) og stoðsendingum (4,4 – 10. sæti).

Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson var stigahæsti íslenski leikmaður deildarinnar en hann skoraði 19,95 stig í leik í vetur. Logi var rétt á undan ÍR-ingnum Matthíasi Orra Sigurðarsyni sem var með 19,5 stig í leik.


Hörđur Axel Vilhjálmsson gaf flestar stođsendingar ađ međaltali í leik í Domino's deild karla 2016-17.
Hörđur Axel Vilhjálmsson gaf flestar stođsendingar ađ međaltali í leik í Domino's deild karla 2016-17. VÍSIR/ANTON

Topplistar í Domino’s-deild karla 2016-17:

Flest stig í leik:
1. Amin Stevens, Keflavík - 29,5
2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 29,4
3. Tobin Carberry, Þór Þ. - 27,3
4. Sherrod Nigel Wright, Haukar - 27,1
5. Antonio Hester, Tindastóll - 23,5
6. George Beamon, Þór Ak. - 21,8
7. Lewis Clinch Jr., Grindavík - 21,1
8. Logi Gunnarsson, Njarðvík - 19,9
9. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 19,8
10. Darrel Keith Lewis, Þór Ak. - 18,3

Flest fráköst í leik:
1. Amin Khalil Stevens, Keflavík - 15,3
2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 14,6
3. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 12,8
4. Tobin Carberry, Þór Þ. - 11,1
5. Antonio Hester, Tindastóll - 10,7
6. Pavel Ermolinskij, KR - 9,3

Flestar stoðsendingar í leik:
1. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík - 6,8
2. Pavel Ermolinskij, KR - 6,6
3. Pétur Birgisson, Tindastóll - 6,2
4. Emil Barja, Haukar - 5,6
5. S. Arnar Björnsson, Skallagrímur - 5,3
6. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 5,2

Flestir stolnir boltar í leik:
1. Pétur Birgisson, Tindastóll - 2,82
2. Danero Thomas, ÍR/Þór Ak. - 2,15
3. Ólafur Ólafsson, Grindavík - 2,09
4. Amin Stevens, Keflavík - 2,05
5. Björgvin Ríkharðsson, Tindastóli - 1,95

Flest varin skot í leik:
1. Tryggvi Hlinason, Þór Ak. - 2,73
2. Quincy Hankins-Cole, ÍR - 1,71
3. Finnur Atli Magnússon, Haukar - 1,36
4. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 1,32
5. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 1,27

Hæsta framlag í leik:
1. Amin Stevens, Keflavík - 37,0
2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 32,5
3. Tobin Carberry, Þór Þ. - 31,3
4. Antonio Hester, Tindastóll - 26,9
5. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 25,8
6. Sherrod Nigel Wright, Haukar - 24,9
7. George Beamon, Þór Ak. - 20,4
8. Darrel Keith Lewis, Þór Ak. - 19,9
9. Ólafur Ólafsson, Grindavík - 19,7
10. Lewis Clinch Jr., Grindavík - 19,1
11. Pétur Birgisson, Tindastóll - 19,0
12. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík - 18,1
13. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 18,0
14. Pavel Ermolinskij, KR - 17,4
15. Danero Thomas, ÍR/Þór Ak. - 17,2
16. Tryggvi Hlinason, Þór Ak. - 17,18
17. Jeremy Atkinson, Njarðvík - 16,4
18. S. Arnar Björnsson, Skallagrímur - 16,2
18. Finnur Atli Magnúss., Haukar - 16,2
20. Logi Gunnarsson, Njarðvík - 15,9


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Einu víti frá ţví ađ missa stigatitilinn
Fara efst