Lífið

Einstök lúxusvilla sem byggð var úr fjórtán gámum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Á vefsíðunni Goods Home Design má finna umfjöllun um einstakt hús í Dallas, Texas í Bandaríkjunum en það var byggt úr fjórtán flutningagámum.

Hönnunin er virkilega módern og falleg og tókst einstaklega vel til. Um er að ræða algjöra lúxusvillu en húsið var fullklárað á síðasta ári. Húsið sameinar tækni, nútímahönnun og sjálfbærni.

Eigendurnir eru þau Barbara og Matt Mooney en villan er yfir þúsund fermetrar að stærð og er það á tveimur hæðum.

Þar má finna þrjú svefnherbergi, fimm baðherbergi, stofa, borðstofa, eldhús og tvöfaldur bílskúr. Þar er einnig að finna sundlaug og ótrúlega rúmgóðar svalir.

Hér að neðan má sjá fallegar myndir af eigninni.

Einstaklega vel heppnað hús.
Fallegt rými.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×