Lífið

Einstök íbúð í gamla húsnæði Þjóðviljans til sölu á 57 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Falleg íbúð á besta stað.
Falleg íbúð á besta stað. myndir/Fasteignaljósmyndun.is
Borg fasteignasala er með einstaka íbúð á söluskrá í hjarta Reykjavíkur, nánar tiltekið á Skólavörðustíg.

Kaupverðið er 57,9 milljónir króna en íbúðin er 103 fermetrar með frábæru útsýni upp Skólavörðustíginn. Húsið sem er frá 1949 er reisulegt hús sem stendur á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs.

Fasteignamat eignarinnar er 37,6 milljónir króna en íbúðin er fjögurra herbergja með þremur svefnherbergjum.    

Húsið er upprúnalega frá 1921 en tók margvíslegum breytingum um 1949.

En ef veggirnir gætu talað mundu þeir sennilega segja skemmtilegar sögur, sérstaklega í ljósi þess að blað Þjóðviljans var til húsa þar á árunum 1945-1976.

Einnig bjó listmálarinn Hringur Jóhannesson í húsinu um skeið. Hér að neðan má sjá myndir innan úr eigninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×