Erlent

Einstakt myndband af tunglinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Tunglið snýr ávalt sömu hliðinni að jörðinni.
Tunglið snýr ávalt sömu hliðinni að jörðinni. Skjáskot
Geimferðastofnun Bandaríkjanna birti þetta tölvugerða myndband í dag. Það sýnir yfirborð tunglsins af mikilli nákvæmni eins og horft væri á það frá norðurhveli jarðar. Gervihnöttur NASA hefur nú verið á sporbraut um tunglið síðan 2009 og hefur kortlagt yfirborðið af mikilli nákvæmni.

Á myndbandinu má sjá hvernig skuggar myndast í gígum á yfirborði tunglsins, en frekari upplýsingar má sjá hér á heimasíðu NASA.

Tunglið snýr ávalt sömu hliðinni að jörðinni, en þó breytist ásýnd þess reglulega, þar sem við horfum á hlið tunglsins úr mismunandi halla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×