Lífið

Einstakt kúluhús til sölu í Kjósarhreppi - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega fallegt hús.
Virkilega fallegt hús. vísir
Fasteignamiðlun Vesturlands er með einstakt sumarhús í Mosfellssveit á söluskrá en um er að ræða einskonar kúluhús.  

Sumarhúsið ber nafnið Neðri Stekkur og er við Morastaði 3. Með eigninni fylgir einnig eins hektara eignarlóð úr landi Morastaða í Kjósarhreppi.

Húsið stendur hátt uppí hlíðinni og frá því er frábært útsýni út yfir mynni Hvalfjarðar og allt þar í kring. Húsið sem er 45 fm „kúluhús“ er byggt úr timburgrind og er sérstakur dúkur strengdur yfir hluta grindarinnar, hinn hlutinn er úr gleri. Verönd er fyrir framan húsið en það er í 33 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík.

Á neðri hæðinni eru tveir inngangar. Stór stofa, eldhús, svefnherbergi m. fataherbergi, snyrting með sturtu. Timburstigi er upp á svefnloft sem byggt er yfir hluta neðri hæðar.

Á lóðinni eru 10 fermetra gróðurhús og heitur pottur en það var Einar Þorsteinn Ásgeirsson, arkitekt, sem sá um hönnun hússins en það var byggt árið 1994. Kaupverðið er 23 milljónir en fasteignamatið er 7,3 milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×