Innlent

Einsemdin er sögð alvarleg

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Fyrir fólk sem mikið er eitt getur öllu skipt að fá heimsókn við og við.
Fyrir fólk sem mikið er eitt getur öllu skipt að fá heimsókn við og við.
Rauði krossinn í Hafnarfirði leitar sjálfboðaliða í svokölluð „heimsóknarvinaverkefni“. Hlutverk heimsóknarvinar er fyrst og fremst sagt að veita félagsskap, nærveru og hlýju.

„Einsemd er alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi. Aðstæður fólks geta orðið til þess að það missir samband við aðra og einangrast,“ segir á vef Rauða krossins. Starfið gangi út á að rjúfa slíka einangrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×