Fótbolti

Eins og það sé verið að drepa Gumma Ben | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Undanfarnar vikur og sérstaklega undanfarna daga hefur verið fjallað um afrek strákanna okkar á EM 2016 í fótbolta út um allan heim. Athyglin nær nú langt út fyrir Evrópu en spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum hafa nokkrum sinnum tekið íslenska landsliðið fyrir.

Trevor Noah, stjórnandi The Daily Show, einum allra vinsælasta og stærsta gaman- og fréttaskýringaþætti Bandaríkjanna, sagði frá íslenska liðinu eftir að það vann England. Gerði hann þar grín að því að Roy Hodgson fékk borgaðar margar milljónir fyrir störf sín hjá Englandi en Heimir Hallgrímsson er tannlæknir.

Eins og svo oft áður vakti lýsing Guðmundar Benediktssonar athygli en Noah vildi meina að Gummi lýsi leiknum eins og það sé verið að drepa hann en hann neiti bara að hætta.

Þetta bráðfyndna myndband má sjá hér að ofan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×