Viðskipti erlent

Einn stærsti galli sem fundist hefur á internetinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Facebook, Instagram, Google, Gmail og Amazon eru meðal þeirra fjölmörgu vefsvæða þar sem fólki er bent á að breyta lykilorðum sínum. Vísir sagði frá því í gær að galli í dulkóðunarkerfinu OpenSSL gæti leitt til alvarlegrar misnotkunar. Gallinn var til staðar í tvö ár og gengur undir nafninu Heartbleed.

Vefsíðan Mashable hefur tekið saman lista um hvaða fyrirtæki notuðu OpenSSL. Þar sést hvar best sé að skipta um lykilorð.

Einnig er sagt frá því þar að gallinn gæti verið einn sá stærsti sem hefur fundist á internetinu og að OpenSSL sé keyrt á 66 prósentum heimasíðna á netinu. Um langt skeið hafa óforskammaðir einstaklingar getað skoðað gífurlegt magn af persónulegum upplýsingum.

Vísir hafði samband við Landsbankann þar sem OpenSSL er hluti af mörgum kerfum sem bankinn notar til að verja upplýsingar viðskiptavina. Taka verður þó fram að veikleikinn átti aldrei við um netbanka Landsbankans.

„Um leið og þessi veikleiki uppgötvaðist, fórum við ítarlega yfir öll okkar kerfi og brugðumst við þar sem þurfti og teljum okkur nú örugga gagnvart þessum veikleika,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×