Innlent

Einn öflugasti skjálftinn til þessa

Atli Ísleifsson skrifar
Bárðarbunga.
Bárðarbunga. Vísir/Friðrik Þór Guðmundsson
Skjálfti upp á 5,5 stig varð við Bárðarbungu klukkan 10:51 í morgun.

Pálmi Erlendsson, jarðfræðingur á Veðurstofunni, segir í samtali við Vísi að skjálftinn sé einn sá stærsti sem hafi orðið í hrinunni. „Það hafa verið skjálftar á þessu svæði, en þessi er aðeins frábrugðinn þeim sem voru í nótt. Þá voru þeir norðantil í öskjunni en þessi var rúmum sjö kílómetrum austsuðaustur af Bárðarbungu.“

Pálmi segir að annars hafi ekki mikið gerst í framhaldinu. „Það fylgir þessu enginn órói eða neitt svoleiðis og það virðist sem þetta sé enn einn af þessum sigatburðum í öskjunni. Það hafa verið nokkrir skjálftar verið 5,5 en sá stærsti sem við höfum fengið í þessari hrinu var aðeins stærri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×