Erlent

Einn leiðtoga aðskilnaðarsinna handtekinn

Atli Ísleifsson skrifar
Átök hafa staðið yfir í Úkraínu síðustu mánuði.
Átök hafa staðið yfir í Úkraínu síðustu mánuði. Vísir/AFP
Úkraínski stjórnarherinn hefur tekið Semyon Khodakovsky, einn leiðtoga uppreisnarmanna í austurhluta Úkraínu, höndum. Þetta staðfestir innanríkisráðherra Úkraínu í samtali við Reuters.

Átök hafa staðið yfir milli stjórnarhersins og hersveita aðskilnaðarsinna sem eru á bandi Rússlandsstjórnar í miðborg Luhansk í dag, en aðskilnaðarsinnar hafa ráðið yfir borginni frá því í apríl.

Talsmenn Úkraínuhers segja að lík fimmtán manna sem voru í bílalest með flóttafólki og ráðist var á hafi verið fundin og þau flutt á brott. Á vef Reuters segir að enn sé verið að leita að fleiri líkum. Úkraínuher sakar aðskilnaðarsinna um að bera ábyrgð á árásinni, en talsmenn aðskilnaðarsinna kenna Úkraínumönnum hins vegar um ódæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×