Erlent

Einn látinn eftir gassprengingu í Belgíu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Sprengingin var nokkuð öflug.
Sprengingin var nokkuð öflug. vísir/afp
Einn lést og fjórir slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar sprengja sprakk í íþróttamiðstöð í bænum Chimay í Belgíu, skammt frá landamærum Frakklands í nótt. Talið er að um gassprengingu hafi verið að ræða en lögregluyfirvöld segja að líklega hafi óhapp valdið henni.

Engar meiriháttar skemmdir urðu á húsinu, þrátt fyrir að sprengjan hafi verið nokkuð öflug, og að rúður hafi sprungið.

Öllum hefur verið komið út úr húsinu, og hefur svæðið verið girt af á meðan málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×