Viðskipti innlent

Einn helsti vogunarsjóðurinn hafnaði tilboði stjórnvalda

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vísir
Bandaríski vogunarsjóðurinn Loomis Sayles hafnaði tilboði íslenskra stjórnvalda um kaup á aflandskrónum fyrir 137,5 krónur fyrir hverja evru. Sjóðurinn er því ekki hluti af samkomulagi stjórnvalda við aflandskrónueigendur sem tilkynnt var um á sunnudaginn.

Þetta staðfestir talsmaður Loomis Sayles í samtali við Reuters en talsmenn þriggja annarra vogunarsjóða, Autonomy Capital, Eaton Vance og Discovery Capital Management vildu ekki svara hvort þeir hefðu tekið tilboði stjórnvalda.

Stjórnvöld funduðu með fulltrúm sjóðanna fjögurra á fundi í New York í síðasta mánuði en Loomis Sayles á aflandskrónur að fjárhæð um 30-40 milljarða samkvæmt heimildum Markaðarins.


Tengdar fréttir

Kaupa 90 milljarða aflandskróna

Tilkynnt hefur verið um samkomulag á milli Seðlabankans og eigenda aflandskróna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×