Innlent

Einn helsti andstæðingur Pútín drepinn

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 55 ára Nemtsov gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra landsins í valdatíð Boris Jeltsín Rússlandsforseta.
Hinn 55 ára Nemtsov gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra landsins í valdatíð Boris Jeltsín Rússlandsforseta. Vísir/AFP

Boris Nemtsov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Rússlands og einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, var skotinn til bana í rússnesku höfuðborginni Moskvu fyrr í dag.

BBC greinir frá því að óþekktur árásarmaður hafi skotið Nemtsov fjórum sinnum þar sem hann var á gangi með konu nærri Kreml-höll í miðborg Moskvu.

Hinn 55 ára Nemtsov var einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu en hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra landsins í valdatíð Boris Jeltsín Rússlandsforseta, en hafði þar áður gegnt embætti ríkisstjóra í Nizhny Novgorod.

Vísir/AFP


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×