Innlent

Einn handtekinn vegna brunans á Óðinsgötu

Þórdís Valsdóttir skrifar
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað vegna bruna í húsi við Óðinsgötu.
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað vegna bruna í húsi við Óðinsgötu. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Einn maður er í haldi lögreglu í tengslum við eld sem kviknaði í húsi við Óðinsgötu á tíunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og er nú vistaður fyrir rannsókn málsins. Vísir sagði frá því í gærkvöldi að lögreglan hafi handtekið einn á vettvangi en lögregla vildi þá ekki staðfesta að sá hefði verið handtekinn vegna rannsóknarhagsmuna.

Sjá meira: Bruni á Óðinsgötu

Húsið var mannlaust en eldurinn kviknaði í kjallara hússins við Óðinsgötu. Fyrir liggur að húsið hafi staðið autt um hríð og verið er að gera það upp að innan. Að sögn nágranna hefur hústökufólk dvalið í kjallara hússins endrum og eins.

Mikinn reyk lagði frá húsinu og var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað út.

Slökkvistarf gekk vel og lauk slökkvilið störfum rúmri klukkustund eftir að tilkynning barst. Ekki er vitað um tjón á vettvangi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×