Innlent

Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlega hnífaárás

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Grunaður árásármaður var handtekinn nokkru síðar og vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar máls.
Grunaður árásármaður var handtekinn nokkru síðar og vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar máls. Vísir/GVA
Uppfært klukkan 10:30: Karlmaður á þrítugsaldri liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans eftir hnífaárás í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Er honum haldið sofandi í öndunarvél.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út um eittleytið í nótt vegna árásarinnar. Þar hafði maður verið stunginn með hnífi og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Grunaður árásármaður var handtekinn nokkru síðar og vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar máls.

Þá var tilkynnt um tvö umferðaróhöpp í nótt. Annars var bifreið ekið út af við Fálkabakka um klukkan hálffjögur og þá var bifreið ekið á grindverk á Reykjanesbraut um hálfsex. Meiðsli voru minniháttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×