Erlent

Einn fórst og margir slösuðust þegar lest fór út af sporinu í Belgíu

atli ísleifsson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Vísir/afp
Að minnsta kosti einn fórst þegar lest með um hundrað farþega um borð fór út af sporinu nærri Leuven, um þrjátíu kílómetrum austur af belgísku höfuðborginni Brussel, fyrr í dag.

Louis Tobback, borgarstjóri Leuven, segir að einn hafi látist og nítján manns hið minnsta slasast en lögregla segir fjölda slasaðra vera á bilinu fimmtán til þrjátíu.

Lestin hafði nýverið yfirgefið lestarstöðina þegar hún fór út af sporinu, á stað þar sem hægt er að skipta um spor. Segja fjölmiðlar að lestin hafi verið á nokkrum hraða, en ekki liggja fyrir nánari skýringar á slysinu að svo stöddu.

Á myndum frá vettvangi má sjá hvernig einn lestarvagninn hefur oltið þar sem hann liggur við hliðina á sporinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×