Fótbolti

Einn besti dómari heims á flautunni hjá Íslandi á sunnudaginn

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Björn Kuipers er einn allra besti dómari heims.
Björn Kuipers er einn allra besti dómari heims. vísir/epa
Hollendingurinn Björn Kuipers dæmir leik Frakklands og Íslands í átta liða úrslitum EM 2016 á sunnudagskvöldið en Kuipers er einn allra færasti dómari heims.

Kuipers hefur áður dæmt stóran leik hjá Íslandi en hann hélt um flautuna í seinni umspilsleik Króatíu og Íslands um sæti á HM 2014. Þar rak hann Mario Mandzukic út af fyrir gróft brot á Jóhanni Berg Guðmundssyni.

Þessi 43 ára gamli dómari hefur dæmt marga stórleiki á borð við úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2013, úrslitaleik álfukeppninnar 2013 og úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2014. Þá hefur hann dæmt marga aðra stórleiki í Meistaradeildinni.

Hann komst ekki lengra en í 16 liða úrslit á HM 2014 en þar hjálpaði honum ekki hversu langt Holland komst á mótinu. Það vann á endanum bronsið.

Kuipers dæmdi leik Þýskalands og Póllands í riðlakeppni EM 2016 og viðureign Króatíu og Spánar.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Heimir: Byrjunarliðið veikist ekkert

Eftir sigurinn á Englandi á mánudag og kærkomið frí í fyrradag tók alvaran við hjá íslenska landsliðinu í gær. Ísland spilar enn og aftur sinn stærsta leik frá upphafi þegar gestgjafar okkar verða andstæðingar Íslands í 8-liða úrslitum EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×