Erlent

Einn af lykilmönnum ISIS felldur við Aleppo

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Aleppo.
Frá Aleppo. Vísir/Getty
Einn af lykilmönnum hryðjuverkasamtakanna ISIS féll í stríðsátökum nærri borginni Aleppo í Sýrlandi í dag.  Frá þessu er greint á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar er vitnaði í yfirlýsingu frá stuðningsmönnum ISIS þar sem tilkynnt er um dauða Abu Muhammad al-Adnani.

Segir í yfirlýsingunni að Adnani hafi verið drepinn þegar hann kannaði aðgerðir ISIS gegn áhlaupi sýrlenska hersins við borgina Aleppo.

BBC segir Adnani hafa verið hvað þekktastan fyrir ákall um eins manns árásir stuðningsmanna ISIS í Vesturlöndum. 

Hann var einn af stofnendum ISIS og sagður hafa verið maðurinn á bak við skipulagningu árása í Evrópu og víðar. 

Í yfirlýsingunni kemur ekki fram hvernig Adnani var drepinn. BBC segir fulltrúa varnarmálaráðuneytis Bandaríkjahers hafa sagt frá því að bandamenn, leiddir af Bandaríkjamönnum, hafi gert loftárás í Sýrlandi í dag þar sem lagt var áherslu á að fella háttsettan meðlim ISIS í al-Bab, sem er nærri Aleppo

Herlið ISIS hefur veikst töluvert undanfarnar vikur, bæði í Írak og Sýrlandi. 

Síðast heyrðist í Adnani þegar í skilaboðum sem hann sendi frá sér í maí þar sem hann hvatti múslima til að gera árásir í Vesturlöndum. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×