Erlent

Einn æðsti embættismaður Norður-Kóreu mætir á Vetrarólympíuleikana

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hershöfðinginn Kim Yong-chol fer hér fremstur í flokki.
Hershöfðinginn Kim Yong-chol fer hér fremstur í flokki. Vísir/AFP
Hershöfðinginn Kim Yong-chol, einn hæstsetti embættismaður Norður-Kóreu, mun mæta sem fulltrúi ríkisstjórnar sinnar á lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang í Suður-Kóreu. BBC greinir frá.

Kim var lengi yfirmaður leyniþjónustu Norður-Kóreu og er talinn hafa skipulagt fjölmargar árásir á nágranna sína í suðri. Hann fer nú fyrir sérstakri deild innan ríkisstjórnarinnar sem snýr að sambandi Kóreuríkjanna. Hann, ásamt sendinefnd sinni, mun dvelja í Suður-Kóreu í þrjá daga en lokaathöfnin verður haldin þann 25. febrúar næstkomandi. Búist er við því að Kim muni funda með forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in.

Vetrarólympíuleikarnir virðast hafa haft jákvæð áhrif á samband Norður- og Suður-Kóreu sem hefur lengi verið stirt. Gagnrýnendur vilja þó margir meina að ríkisstjórn Norður-Kóreu líti aðeins á leikana sem tækifæri til að bæta ímynd sína á alþjóðavettvangi.

Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun vera viðstödd lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna fyrir hönd Bandaríkjanna. Ekki er þó gert ráð fyrir að komið verði á formlegum fundum milli sendinefnda Bandaríkjanna og Norður-Kóreu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×