Innlent

Einn á gjörgæslu eftir alvarlega árás á Akranesi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Alvarlegt atvik sem átti sér stað á föstudagskvöld á Akranesi er til rannsóknar lögreglu
Alvarlegt atvik sem átti sér stað á föstudagskvöld á Akranesi er til rannsóknar lögreglu Vísir/GVA
Lögreglan á Vesturlandi rannsakar alvarlega árás sem átti sér stað á Akranesi sl. föstudagskvöld. Einn maður liggur þungt haldinn á gjörgæslu og einn maður er í haldi lögreglu.

Í samtali við Vísi vildi lögreglan ekki tjá sig um málið að öðru leyti en að staðfest var að alvarlegt atvik sem átt hefði sér stað á kvöldi 2. október væri til rannsóknar. Einn maður liggur þungt haldinn á gjörgæslu og einn maður er í haldi.

Í frétt DV um málið er rætt við nágranna mannsins sem er í haldi. Þar kemur fram að maðurinn hafi verið með gesti og að heyrst hafi í rifrildi á milli tveggja manna áður en að ró færðist yfir. Maðurinn sem er í haldi hafi síðan farið út í garð og byrjað að grafa holu. Skömmu seinna voru lögregla og sjúkrabíll mætt fyrir utan húsið.

Málið er til rannsóknar hjá Rannsóknardeild lögreglunnar á Vesturlandi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×