Erlent

Einmana hestur í Svíþjóð á rétt á félaga

Atli Ísleifsson skrifar
Lénsstjórnin er allt annað en sátt við að hesturinn sé svo langt frá næsta haga.
Lénsstjórnin er allt annað en sátt við að hesturinn sé svo langt frá næsta haga. Vísir/Getty
Hestur nokkur í vesturhluta Svíþjóðar á rétt á því að eignast hestavin samkvæmt úrskurði lénsstjórnar í Vestur-Gautlandi. Yfirvöld hafa sent eiganda hestsins fyrirmæli um að hann hafi ekki uppfyllt þarfir hins einmana hests um félagsskap, segir í Skaraborgs Läns Tidning.

Í fréttinni segir að umræddur hestur hafi verið einn á beit í haga, um 140 metrum frá næsta haga og þar með næstu hestum. Lénsstjórninn krefst þess að hesturinn fái að sjá, heyra, og finna lykt af öðrum hestum og vill sjá breytingu á högum hestsins eigi síðar en 1. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×