Innlent

Einkunnaverðbólgan rædd í Verzló

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skólayfirvöld Verzlunarskólans hafa lýst yfir áhyggjum vegna einkunnaverðbólgu.
Skólayfirvöld Verzlunarskólans hafa lýst yfir áhyggjum vegna einkunnaverðbólgu. VÍSIR/Vilhelm
Málfundarfélag Verzlunarskóla Íslands stendur fyrir athyglisverðu málþingi í kvöld þar sem ræða á hina svokölluðu einkunnaverðbólgu. Athygli vakti fyrr í sumar þegar Verzlunarskólinn þurfti að hafna rúmlega 60 nemendum sem voru með 9,0 eða hærra í meðaleinkunn frá grunnskóla sínum.

Yfirskrift málþingsins er 'Inntaka nemenda - Hvernig skal bregðast við einkunnaverðbólgu'. Sylvía Hall, einn af skipuleggjendum málþingsins, segir að mikilvægt sé að ræða þetta mál enda geti það varla talist eðlilegt að nemendur með 9,0 í meðaleinkunn komist ekki inn í þann skóla.

Einkunnadreifing í stærðfræði meðal nýnema Verzló árin 2004 og 2014.Mynd/Verzlunarskóli Íslands
„Við fórum að pæla í því hvort að það væru virkilega þúsundir nemenda sem væru með námsefnið upp á 10 og hvort að þetta væri réttmæt einkunnagjöf.“

Á málþinginu munu skólastjórnendur framhalds- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk fulltrúa menntamálaráðuneytisins og nemenda sitja fyrir svörum og ræða hvaða úrræði séu í boði varðandi þetta tiltekna vandamál. Málþingið hefst kl. 20.00 í kvöld og verður það haldið í húsnæði Verzlunarskólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×