Lífið

Einkaþota Cristiano Ronaldo brotlenti í Barcelona

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ronaldo var ekki í vélinni.
Ronaldo var ekki í vélinni. vísir/es sport/instagram
Einkaþota portúgalska knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo brotlenti á El Prat flugvellinum í Barcelona á mánudagskvöldið.

Ronaldo var ekki sjálfur um borð í vélinni en hún er af gerðinni Gulfstream G200, samskonar vél og Justin Bieber kom til landsins í, en samkvæmt frétt Daily Mail var hún í útleigu. Flugvélin er metin á 2,2 milljarða íslenskra króna.

Lendingarbúnaður flugvélarinnar brotnaði við lendingu og eru talsverðar skemmdir á henni.

Cristiano Ronaldo er einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar og leikur hann með spænska liðinu Real Madrid.

Flugmaður vélarinnar meiddist lítillega en ekki voru nein alvarleg meiðsli á farþegum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×