Lífið

Einkaþjálfari sýnir hvernig samfélagsmiðlar blekkja

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jennifer Widerstrom er einkaþjálfari.
Jennifer Widerstrom er einkaþjálfari.
Útlitsdýrkunin í samfélaginu í dag er gríðarleg og keppist fólk við það að setja góðar myndir af sér á samfélagsmiðlana.

Einkaþjálfarinn Jennifer Widerstrom vildi á dögunum vekja athygli á því að ekki er alltaf allt sem sýnist.

Hún setti inn tvær myndir af sér á Instagram frá mismunandi sjónarhorni. Myndirnar eru teknar með tveggja mínútna millibili og er gríðarlegur munur á Widerstrom á myndunum tveimur.

„Svona lítum við út þegar við sitjum. Ekki vera stressa ykkur á því, líkaminn lítur öðruvísi út í mismunandi stellingum,“ segir Widerstrom með Instagram-færslunni sinni. Færslan hefur vakið mikla athygli og hafa yfir tuttugu þúsund manns líkað við hana. Widerstrom vildi með þessu sýna hvernig samfélagsmiðlamyndir geta blekkt og fólk sé allt mismunandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×