Innlent

Einkastaðir líkamans: Forvörn gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/aðsend
Einkastaðir líkamans – handbók fyrir foreldra eftir þær Kristínu Bertu Guðnadóttur, félagsráðgjafi og Sigríði Björnsdóttur, nema í sálfræði við Háskólann á Akureyri, kemur út í þessari viku.

Bókin fjallar um að setja mörk, líkamann og einkastaðina.

Bókahöfundar, hafa haldið mörg erindi síðustu tíu ár fyrir starfsfólk og kennara leik og grunnskóla landsins sem og foreldra. Helstu spurningar foreldra eru, hvernig á að ræða þennan viðkvæma málaflokk við börnin.

„Svona bók hefur ekki verið gerð hér á landi og það sem er einstakt við hana er að fyrrihluti hennar er fyrir foreldrana til að lesa sér vel til um efnið og öðlast öryggi áður en farið er að tala við börnin,“ segir Sigríður.

„Seinni hluti bókarinnar gefur foreldrum hugmyndir af leiðum til að ræða málaflokkinn.“

Bókin á að vera svar við eftirspurn og er mikilvæg í umræðuna um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum.

Helstu sérfræðingar landsins í barnavernd, félagsráðgjafar, sálfræðingar og aðrir sem starfa í málaflokknum hafa lesið yfir handrit bókarinnar. Bókin er handbók foreldra og aðila sem vilja fræða börn um forvarnir, að setja mörk og líkama sinn.

Bókin verður komin í verslanir Eymundsson og Hagkaupa á fimmtudaginn 30 október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×