Erlent

Eini ísbjörninn í Afríku er dauður

Mynd/AP
Eini hvítabjörninn í Afríku er dauður. Björninn Wang hafðist við í dýragarðinum í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og var hann orðinn þrjátíu ára gamall. Í gær var hinsvegar ákveðið að fella dýrið enda þjáðist Wang af hjartasjúkdómi auk þess sem lifrin var hætt að virka sem skyldi.

Björninn var fluttur til Afríku árið 1986 og kom hann þangað frá dýragarði í Kína. Hann flutti til Afríku ásamt birnunni Gee Bee sem drapst í janúar og segja talsmenn dýragarðsins að dauði hennar hafi tekið mjög á Wang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×