Lífið

Eini áhorfandinn í úrslitaþætti Nilla lét sig hverfa

Spéfuglinn Níels Thibaud Girerd, eða Nilli, er nú kominn á endastöð í spurningakeppninni sinni, Hvert í ósköpunum er svarið? Hann hefur nú att framhaldsskólum landsins saman í allt haust og er komið að sextánda þætti, sjálfri úrslitaviðureigninni.



Menntaskólinn við Hamrahlíð og Verzlunarskóli Íslands hafa lagt alla mótherja og berjast hér um titilinn.

Í liði Verzló eru Gylfi Tryggvason, Sóley Reynisdóttir og Þórhallur Valur Benónýsson.

Í liði MH eru Guðrún Úlfarsdóttir, Helgi Grímur Hermannsson og Þórgnýr E. J. Albertsson.



Eins og áður er stigagjöf Nilla með undarlegra móti og fer hann um víðan völl í spurningunum þar sem leikararnir á bakvið raddirnar í Simpsons, Bollywood, hrá egg í rússneskri rúllettu og fleira kemur við sögu.

Þrátt fyrir að viðureignin sé æsispennandi sá sér aðeins einn áhorfandi fært að mæta. Ekki nóg með það heldur lætur hann sig hverfa í miðjum þætti. Nilli lætur þó ekki slá sig út af laginu og 
undir lokin kemur í ljós hvaða skóli stendur uppi sem sigurvegari.



Tengdar fréttir

Brynhildur messar yfir Verzló og FSu

Þriðji þáttur átta liða úrslita í spurningakeppni Nilla. Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona mætir með sjóðheita spurningu beint úr leikhúsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×