SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 20:45

Martrađabyrjun í fyrsta leik Noregs undir stjórn Lars

SPORT

Einhver vćta víđast hvar um helgina

 
Innlent
04:00 31. JÚLÍ 2009
Útlit er fyrir ađ einhverjar skúrir verđi í Vestmannaeyjum á sunnudag og mánudag.
Útlit er fyrir ađ einhverjar skúrir verđi í Vestmannaeyjum á sunnudag og mánudag.

Búast má við einhverri vætu víðast hvar á landinu um helgina, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Á Vestfjörðum og norðan- og austanlands verður rigning eða skúrir mestalla helgina. Einnig verður vætusamt sunnanlands.

Vestanlands er búist við skúrum á laugardag, en annars verður þar mismikið skýjað. Þá verður töluvert vætusamt inn til landsins.

Fjöldi fólks leggur leið sína til Vestmannaeyja um helgina eins og jafnan um verslunarmannahelgar. Þar er veður nú með ágætum, en líklega gengur á með skúrum frá sunnudegi.

Hitinn á landinu verður á bilinu fimm til fimmtán stig að degi til, hlýjast sunnanlands en kaldast á Vestfjörðum. Vindur verður á bilinu tveir til fjórtán metrar á sekúndu, hvassast norðvestanlands og inn til landsins á mánudag.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Einhver vćta víđast hvar um helgina
Fara efst