Innlent

Einhver væta víðast hvar um helgina

Útlit er fyrir að einhverjar skúrir verði í Vestmannaeyjum á sunnudag og mánudag.
Útlit er fyrir að einhverjar skúrir verði í Vestmannaeyjum á sunnudag og mánudag.

Búast má við einhverri vætu víðast hvar á landinu um helgina, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Á Vestfjörðum og norðan- og austanlands verður rigning eða skúrir mestalla helgina. Einnig verður vætusamt sunnanlands.

Vestanlands er búist við skúrum á laugardag, en annars verður þar mismikið skýjað. Þá verður töluvert vætusamt inn til landsins.

Fjöldi fólks leggur leið sína til Vestmannaeyja um helgina eins og jafnan um verslunarmannahelgar. Þar er veður nú með ágætum, en líklega gengur á með skúrum frá sunnudegi.

Hitinn á landinu verður á bilinu fimm til fimmtán stig að degi til, hlýjast sunnanlands en kaldast á Vestfjörðum. Vindur verður á bilinu tveir til fjórtán metrar á sekúndu, hvassast norðvestanlands og inn til landsins á mánudag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×