Íslenski boltinn

Einherji fékk Grasrótarviðurkenningu KSÍ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, afhendir Svavari M. Stefánssyni, fulltrúa Einherja, Grasrótarviðurkenninguna.
Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, afhendir Svavari M. Stefánssyni, fulltrúa Einherja, Grasrótarviðurkenninguna. mynd/ksí
Einherji frá Vopnafirði fékk Grasrótarviðurkenningu fyrir árið 2016 á 71. ársþingi KSÍ sem stendur nú yfir í Vestmannaeyjum.

Sumarið 2016 sendi Einherji lið til leiks í meistaraflokki, bæði karla- og kvennamegin, 4. og 5. flokki karla og 5. flokka kvenna. Á síðasta ári bjuggu 511 manns á Vopnafirði.

Fjölnir og Grindavík fengu Drago-styttuna fyrir háttvísi í Pepsi-deild og 1. deild karla. Afturelding, Reynir S. og Ýmir fengu viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í 2., 3. og 4. deild karla.

ÍA fékk kvennabikarinn fyrir háttvísi í Pepsi-deild kvenna og Grótta í 1. deild kvenna.

Þá fékk Breiðablik viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í dómaramálum. Í viðurkenningaskyn fékk Breiðablik 10 fótbolta frá KSÍ.

Fylgjast má með beinni textalýsingu frá ársþingi KSÍ með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×