Enski boltinn

Einfaldur Balotelli skildi ekki Super Mario-myndina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Mario Balotelli lýsti mikilli eftirsjá við aganefnd enska knattspyrnusambandsins eftir að hann var kærður fyrir óviðeigandi myndbirtingu á Instagram-síðunni sinni.

Balotelli var dæmdur í eins leiks bann fyrir birtinguna eins og fjallað er um hér fyrir neðan.

Í dag var úrskurðurinn birtur en þar kemur fram að Balotelli hafi viðurkennt að hegðun sín hafi verið barnaleg og að hann hafi séð mjög eftir því að hafa birt umrædda mynd.

„Hann sagði að hann hafi verið steinhissa á því að myndin þótti óviðeigandi því í einfeldni sinni skildi hann ekki hver meining hennar og textans á henni var.“

Fram kemur í úrskurðinum að Balotelli hafi fjarlægt myndina um leið og honum var bent á að hún væri óviðeigandi og að hún hafi verið í birtingu hjá honum í aðeins tíu mínútur.


Tengdar fréttir

Búið að kæra Balotelli

Mynd sem ítalski framherjinn Mario Balotelli birti á Instagram á dögunum gæti reynst honum dýr.

Balotelli fékk eins leiks bann og sekt

Mario Balotelli, framherji Liverpool, fékk eins leiks bann og 25 þúsund punda sekt, eða tæpar fimm milljónir íslenskra króna, fyrir óheppilega myndbirtingu sína á Instagram á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×