FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 07:30

Undradrengurinn lyfjađur á Instagram

SPORT

Einbeittu sér ađ varnarleiknum

 
Handbolti
07:00 20. MARS 2017
Hafdís Renötudóttir lék sína fyrstu landsleiki um helgina.
Hafdís Renötudóttir lék sína fyrstu landsleiki um helgina. VÍSIR/ANDRI MARINÓ
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði stórt, 38-18, í seinni vináttulandsleiknum gegn Hollandi, silfurliðinu frá HM og EM, á laugardaginn.

Ísland spilaði mun betur í fyrri leiknum á föstudaginn sem tapaðist 23-20.
„Við fengum mikið út úr vikunni og einbeittum okkur mikið að varnarleiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson í samtali við Fréttablaðið.

„Við spiluðum mjög góða vörn í leiknum á föstudagskvöldið. Svo vorum við að vinna með að fá fleiri hraðaupphlaup eftir góðan varnarleik. Við sköpuðum okkur mörg hraðaupphlaup en nýtingin var ekki nógu góð. Við þurfum að vinna með það,“ bætti Axel við.

Markvörðurinn Hafdís Renötudóttir lék sína fyrstu landsleiki um helgina. Hún spilaði stórvel í fyrri leiknum en átti, líkt og allir leikmenn íslenska liðsins, erfitt uppdráttar í seinni leiknum þar sem Hollendingar spiluðu á sínu sterkasta liði.

„Hún stóð sig frábærlega og var með rétt tæplega 50% markvörslu,“ sagði Axel sem valdi einnig Elínu Jónu Þorsteinsdóttur, markvörð Hauka. „Við vorum með tvo unga markverði og það var spennandi að sjá hvort þær gætu fylgt leiknum á föstudaginn eftir sem þær náðu því miður ekki. En þær eru báðar framtíðarmarkverðir.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Einbeittu sér ađ varnarleiknum
Fara efst