Handbolti

Einar og Halldór Harri hætta hjá Stjörnunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Halldór Harri Kristjánsson.
Halldór Harri Kristjánsson. Vísir/Ernir
Hvorki Einar Jónsson né Halldór Harri Kristjánsson munu halda áfram sem þjálfarar Stjörnunnar á næsta tímabili. Þetta staðfesta þeir í samtali við Morgunblaðið.

Stjörnumenn eru komnir í úrslitakeppni Olísdeildar karla en ein umferð er eftir af deildarkeppninni. Kvennaliðið komst hins vegar ekki í úrslitakeppnina eftir mikið vonbrigðatímabil.

Einar segist ekki vita hvað taki við hjá sér eftir tímabilið og þá sagði Halldór Harri að hann hefði sagt upp samningi sínum við félagið fyrir nokkru síðan. Hann gerði Stjörnuna að bikarmeisturum árin 2016 og 2017 og fór með liðið í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra.

Stjörnumenn voru nálægt því að skella ÍBV í Vestmannaeyjum um helgina og mæta FH í lokaumferðinni á morgun.


Tengdar fréttir

Skarð Helenu varð ekki fyllt

Eftir að hafa komist í lokaúrslit fimm ár í röð verður kvennalið Stjörnunnar í handbolta ekki í úrslitakeppninni í vor. Meiðsli hafa gert Stjörnuliðinu erfitt fyrir og ekki náðist að fylla skarð Helenu Rutar Örvarsdóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×