Handbolti

Einar Baldvin næstu árin hjá Víkingum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einar í leik með Víkingum.
Einar í leik með Víkingum. vísir
Markvörðurinn efnilegi, Einar Baldvin Baldvinsson skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild Víkings.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Einar Baldvin leikið stórt hlutverk með meistaraflokki félagsins á þessu keppnistímabili. Einar Baldvin hefur fengið mikinn spiltíma og staðið sig vel.

Einar, sem einungis er 18 ára gamall hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum Íslands og var meðal annars í U-19 ára landsliði Íslands sem vann til brons verðlauna á HM sl. sumar.

„Ég er mjög ánægur með að hafa skrifað undir nýjan samning  við félagið. Í Víkinni líður mér vel enda umgjörðin góð og metnaðurinn mikill. Ég vil taka þátt í að koma félaginu í fremstu röð á komandi árum enda er ég alinn upp í Víking“ sagði Einar Baldvin Baldvinsson  við undirritun samningsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×