Erlent

Einar Áskell of ófrýnilegur fyrir börnin

Samúel Karl Ólason skrifar
Stjórnendur leikskóla í Malmö hafa bannað Einar Áskell í skólanum. Það var gert eftir að foreldrar ungs barns kvörtuðu yfir Einari. Barn þeirra hafði þá horft á mynd um Einar í skólanum og fengið martraðir í rúma viku.

Nánar tiltekið horfði barnið á Alfons och odjuret, en Einar Áskell heitir Alfons Åberg ytra.

Samkvæmt frétt Sydsvenskan hafa yfirvöld í Malmö ákveðið að skólinn muni ekki sýna myndina aftur. Þá munu starfsmenn skólans tilkynna foreldrum hvað standi til að gera á hverjum degi, með því að skrifa það á töflu við inngang leikskólans.

Höfundur Einars, Gunilla Bergström, segirst ekki hafa neitt út á ákvörðunina að setja. Hins vegar segja framleiðendur myndarinnar um Einar og skrímslið að hún sé mjög gagnrýnisverð.

Myndin hafi verið í sýningu í 25 ár og þetta sé í fyrsta sinn sem foreldrar kvarti yfir henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×