Viðskipti innlent

Einar Ágúst gjaldþrota

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einar Ágúst Víðisson.
Einar Ágúst Víðisson. Vísir/Valli
Tónlistarmaðurinn vinsæli Einar Ágúst Víðisson er gjaldþrota. Engar eignir fundust í þrotabúi hans en kröfur í búið voru 18,9 milljónir króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.

Búið var tekið til gjaldþrotaskipta í september síðastliðnum en skiptum í búið var lokið þann 16. desember.

Einar Ágúst er einn vinsælasti söngvari landsins og fór fyrir hljómsveitinni Skítamórall sem sló í gegn á tíunda áratugnum. Þá keppti hann fyrir Íslandshönd í Eurovision árið 2000 með lagið Tell Me!.

Einar Ágúst er annar vinsæli söngvarinn sem er úrskurðaður gjaldþrota á skömmum tíma. Herbert Guðmundsson staðfesti við Vísi fyrr í mánuðinum að hann hefði óskað eftir því að vera tekinn til gjaldþrotaskipta.


Tengdar fréttir

Einar Ágúst snýr aftur í Skítamóral

Hljómsveitin Skítamórall snýr aftur fullskipuð. Sveitin ætlar að gefa út nýtt efni á árinu. "Það er æðislegt að vera kominn aftur,“ segir Einar Ágúst.

Flottasta hljómsveitarúta landsins tilbúin

Liner-rútan, sem kom hingað til lands árið 1999 en hefur legið í dvala síðan botninn datt úr sveitaballabransanum, er nú tilbúin í slaginn á nýjan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×