FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 23:48

Segja bréf May fela í sér hótanir

FRÉTTIR

Eina sem ég veit er ađ mesti skíthćllinn í sögu MMA er međ í ţessu

 
Sport
12:30 07. DESEMBER 2016
Dana White.
Dana White. VÍSIR/GETTY

Dana White, forseti UFC, talaði loksins í gær um hin nýju samtök bardagamanna í MMA. White veit lítið um samtökin en er ekki mjög hrifinn af einum af forsvarsmönnum samtakanna.

Sá heitir Bjorn Rebney, sem Dana kallar alltaf Björk, og er fyrrum stjórnarformaður Bellator sem eru næststærstu bardagasamtökin á eftir UFC.

„Ég veit í raun ekki nóg um þessi samtök til að tala um þau. Eina sem ég veit er að mesti skíthællinn í sögu MMA, Bjork, er með í þessu,“ sagði White og andúðin leyndi sér ekki.

Fyrir þessum nýju samtökum fara Georges St-Pierre, Cain Velaquez, Tim Kennedy, TJ Dillashaw og Donald Cerrone. Rebney er síðan sagður vera ráðgjafi. Eitt af aðalhlutverkum samtakanna er að berjast fyrir því að meira af hagnaði UFC renni í vasa bardagakappanna.


Bjorn Rebney.
Bjorn Rebney. VÍSIR/GETTY

„Bardagakappar vita að það eru allir að reyna að komast í vasann þeirra. Ég get fullvissað þá alla um að þeir vilja ekki að Bjork sé með hendina í vasanum þeirra.“

Það hefur verið illt á milli White og Rebney í fjöldamörg ár og það virðist ekki ætla að breytast á næstunni.

„Ég veit líka að þessi skíthæll, sem veit ekkert um okkar rekstur, er að segja að við setjum aðeins átta prósent af hagnaðinum í vasa bardagakappanna. Ég vona að hann sé að tala um Conor McGregor. Er það ekki Bjork? Þú drulluheimski aumingi,“ sagði White reiður en Rebney sagðist alltaf hafa sett helming af ágóða Bellator í vasa bardagakappanna.

„Það er af því að það var aldrei neinn hagnaður. Ef ég ætti að bera þetta saman við hvernig þetta var í gamla daga að þá var ég að greiða bardagaköppunum 250 prósent af hagnaðinum. Þvílíkur djöfulsins aumingi sem þessi maður er.“

White lauk þessari umræða svo með því að segja að eina ástæðan fyrir því að Rebney væri þarna væri af því að hann væri atvinnulaus.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Eina sem ég veit er ađ mesti skíthćllinn í sögu MMA er međ í ţessu
Fara efst