Sport

Ein óvæntustu úrslit ársins í tennis

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nishikori í eldlínunni í adg.
Nishikori í eldlínunni í adg. Vísir/Getty
Kei Nishikori gerði sér lítið fyrir og vann Novak Djokvic í undanúrslitum US Open í tennis. Nishikori er fyrsti Japaninn sem kemst í úrslit US Open.

Nishikori vann fyrsta settið 6-4, en Djokovic vann það næsta 6-1. Nishikori gerði sér lítið fyrir og vann næstu tvö sett; 6-7 (4-7) og 6-3.

Sigurinn er mjög óvæntur, en Djokovic var fyrir mótið í efsta sæti styrkleikalista mótsins. Nishikori var í því ellefta. Frá árinu 2002 er Nishikori sá lægsti á styrkleikalistanum sem kemst í úrsilt mótsins, en Pete Sampras gerði það árið 2002.

Í kvöld skýrist hvort Japaninn mætir Roger Federer eða Marin Cilic, en Federer er sigurstranglegri fyrir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×