Enski boltinn

Ein manneskja sem sagði að ég gæti ekki spilað tvisvar í viku

Anton Ingi Leifsson skrifar
John Terry, varnarmaður Chelsea, sendi Rafael Benitez, fyrrum stjóra Chelsea, tóninn þegar hann var tekinn að tali þegar ljóst var að Chelsea tryggði sér enska deildarmeistaratitilinn.

„Þetta er ólýsanleg tilfinning. Við höfum unnið svo hart að okkur svo að komast yfir línuna var frábært," sagði Terry kampakátur í samtali við Sky Sports í leikslok.

„Ég var dálítið stressaður því þeir eru með gott lið og þeir gerðu okkur þetta erfitt fyrir. Þökk sé Eden unnum við leikinn."

Þegar Rafael Benitez stýrði Chelsea hafði hann ekki mikla trú á því að Terry gæti spilað tvisvar í viku. Terry sannaði það fyrir Benitez að hann hafði rangt fyrir sér.

„Það var ein manneskja, hún veit hver hún er, sem sagði að ég gæti ekki spilað tvisvar í viku og ég sannaði að það var rangt. Ég er með frábæra leikmenn og frábæran þjálfara."

„Þetta er það sem ég lifi fyrir. Þaðu eru fimm ár síðan við unnum þetta. Sá fyrsti var sérstakur og þegar þú ferð þrjú eða fjögur ár í gegnum það að vinna titilinn þá særir það. Ég naut þess í botn í dag," sagði Terry að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×