Sport

Ein besta skíðakona landsins með slitið krossband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helga María Vilhjálmsdóttir.
Helga María Vilhjálmsdóttir. Vísir/Ernir
Helga María Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, verður frá keppni í vetur vegna meiðsla en þetta kemur fram á heimasíðu Skíðasambands Íslands.  

Í gær kom í ljós að hún er með slitið krossband eftir að hafa fengið högg á hnéð í síðasta móti sem fór fram í Kaabdalis í Svíþjóð. Helga María datt og meiddi sig á vinstri hnénu.

Þetta voru fyrstu FIS-mótin hennar á tímabilinu en daginn áður hafði hún skíðað út úr brautinni og kláraði því ekki það mót.

Helga María hélt í vonina um að þetta væri ekki alvarlegt en fékk síðan þessar slæmu fréttir.

Helga mun fljótlega fara í aðgerð samkvæmt frétt á heimasíðu Skíðasambands Íslands og eftir það tekur við endurhæfing í vetur. Þetta er mikið áfall fyrir Helgu enda ein besta skíðakona landsins sem ætlaði sér stóra hluti í vetur.

Helga María býst ekki við að fara í aðgerðina fyrr en í janúarmánuði.

Helga María Vilhjálmsdóttir hefur verið mjög framarlega meðal íslenskra skíðakvenna að undanförnu og var bæði með á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí 2014 sem og á HM á síðum fyrr á þessu ári.

Slæmar fréttir. Ég fékk að vita í dag að ég er með slitið krossband (ACL) þannig að ég mun ekki fara á skíði meira í...

Posted by Helga María Vilhjálmsdóttir on 24. nóvember 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×