Handbolti

Ein af stjörnum Slóvena semur við Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dolenec og félagar í slóvenska liðinu mæta því íslenska á laugardaginn.
Dolenec og félagar í slóvenska liðinu mæta því íslenska á laugardaginn. vísir/getty
Slóvenski landsliðsmaðurinn Jure Dolenec hefur gert fimm ára samning við Barcelona.

Dolenec, sem er 28 ára örvhent skytta, kemur til Barcelona frá Montpellier í Frakklandi. Hann lék áður með Merkur og Gorenje Velenje í heimalandinu.

Dolenec er á sínum stað í slóvenska landsliðshópnum sem fer á HM í Frakklandi. Slóvenía er með Íslandi í riðli en liðin mætast á laugardaginn.

Montpellier er búið að finna eftirmann Dolenecs en sá heitir Melvyn Richardson, leikmaður Chambéry. Hann er 19 ára sonur Jackons Richardson, fyrrverandi fyrirliða franska landsliðsins.

Richardson yngri leikur ýmist sem hægri skytta eða miðjumaður. Hann hefur verið lykilmaður í yngri landsliðum Frakka á undanförnum árum.

Dolenec er ekki eini slóvenski landsliðsmaðurinn sem skiptir um lið í sumar en í dag var greint frá því örvhenti hornamaðurinn Blaz Janc hefði samið við Evrópumeistara Kielce. Janc, sem er tvítugur, er í hópi efnilegustu leikmanna heims.

Feðgarnir Melvyn og Jackson Richardson.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×