Enski boltinn

Ein af hetjum velska liðsins á EM farin til West Brom

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Robson-Kanu skoraði tvö mörk á EM í Frakklandi. Hér fagnar hann öðru þeirra.
Robson-Kanu skoraði tvö mörk á EM í Frakklandi. Hér fagnar hann öðru þeirra. vísir/getty
Tony Pulis, knattspyrnustjóri West Brom, var eins og svo oft áður virkur á lokadegi félagaskiptagluggans.

Hal Robson-Kanu, sem sló í gegn með Wales á EM í Frakklandi, samdi við West Brom í kvöld.

Hann kom á frjálsri sölu en Reading lét hann fara eftir síðasta tímabil. Robson-Kanu skrifaði undir tveggja ára samning við West Brom með möguleika á árs framlengingu.

Þá keypti West Brom kamerúnska bakvörðinn Allan Nyom frá Watford. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við West Brom.

Robson-Kanu og Nyom gætu leikið sinn fyrsta leik fyrir West Brom þegar liðið sækir Bournemouth heim laugardaginn 10. september næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×