Viðskipti innlent

Eimskip tekur dýfu í kauphöllinni

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Forstjóri Eimskipa er meðal þeirra starfsmanna sem Samkeppniseftirlitið hefur kært til sérstaks saksóknara.
Forstjóri Eimskipa er meðal þeirra starfsmanna sem Samkeppniseftirlitið hefur kært til sérstaks saksóknara. Vísir / Stefán

Hlutabréfagengi í Eimskipafélagið Íslands hefur tekið dýfu í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um kæru til sérstaks saksóknara vegna meints samráðs á milli fyrirtækisins og Samskipa. Gengi bréfa í félaginu lækkuðu um 4,96 prósent í gær og hefur haldið áfram að lækka í dag.

Kauphöllin tilkynnti í morgun að hlutabréf í Eimskipafélaginu hafi fengið athugunarmerkingu. Það þýðir að vakin sé athygli markaðarins á sérstökum aðstæðum sem tengjast félaginu og að ástæða sé fyrir fjárfesta að vera meðvitaðir um.

Forstjóri og nokkrir aðrir starfsmenn Eimskips voru kærðir af Samkeppniseftirlitinu til sérstaks saksóknara fyrir samráð. Í tilkynningu frá félaginu var því hafnað með öllu að samkeppnislög hafi verið brotin. 


Tengdar fréttir

Kærð fyrir samkeppnislagabrot

Samkeppniseftirlitið hefur kært ellefu starfsmenn Samskipa og Eimskipa til sérstaks saksóknara fyrir stórfelld brot á samkeppnislögum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×