Viðskipti innlent

Eik hagnaðist um þrjá milljarða

Sæunn Gísladóttir skrifar
Á meðal eigna Eik er turninn í Kópavogi.
Á meðal eigna Eik er turninn í Kópavogi. Vísir/gva

Hagnaður fasteignafélagsins Eikar á fyrstu níu mánuðum ársins nam 3 milljörðum króna.  Rekstrartekjur tímabilsins námu 4,4 milljörðum króna.  Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir nam 3 milljörðum króna.

Handbært fé frá rekstri nam 1,7 milljörðum króna á tímabilinu. Bókfært virði fjárfestingareigna nam 65,6 milljörðum króna í lok tímabilsins. Eiginfjárhlutfall nam 32,5 prósent. Hagnaður á hlut var 0,89 krónur.

Virðisúttleigu-hlutfall félagsins hefur hækkað í 93,9 prósent miðað við undirritaða leigusamninga í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×