Viðskipti innlent

Eik er metið á 23,6 milljarða

ingvar haraldsson skrifar
Garðar Hannes Friðjónsson er forstjóri Eikar.
Garðar Hannes Friðjónsson er forstjóri Eikar. vísir/vilhelm
Fasteignafélagið Eik er metið á 23,6 milljarða króna samkvæmt útboði Arion banka á 14 prósenta hlut í félaginu.

Arion banki seldi 485 milljónir hluta á 3,3 milljarða en sölugengið var 6,80 krónur á hlut. Alls óskuðu 2.100 fjárfestar eftir að kaupa hlutabréf í Eik og nam heildareftirspurn 8,3 milljörðum króna. Umframeftirspurn var því tæplega þreföld.

Viðskipti munu formlega hefjast með Eik í Kauphöll Íslands þann 29. apríl næstkomandi.

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags segir í tilkynningu að hann þakki fyrir áhugann sem fjárfestar sýna félaginu. „Eik fasteignafélag hefur vaxið á undanförnum árum með fjárfestingum í vel staðsettum eignum og markar skráning á Aðalmarkað Nasdaq Iceland mikil tímamót fyrir félagið. Það verður spennandi að takast á við ný verkefni með breiðari hópi hluthafa,“ segir Garðar.


Tengdar fréttir

Eik verður skráð 29. apríl

Eik fasteignafélag væntir þess að viðskipti geti hafist 29. apríl næstkomandi en áður en að því kemur mun fara fram almennt útboð á hlutabréfum í félaginu dagana 17.-20. apríl þar sem Arion banki hf. býður til sölu 14,0% eignarhlut í félaginu.

Hagnaður Eikar jókst um 110 milljónir

Hagnaður fasteignafélagsins Eikar á síðasta ári nam 1.336 milljónum króna. Það er um 110 milljónum meiri hagnaður en árið áður.

50 milljarðar fari í hlutabréf

Sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka telur að fjárfestingarþörf á íslenskum hlutabréfamarkaði í ár nemi yfir 50 milljörðum. Nýskráningar ættu að ganga vel. Hann telur að kjarasamningar muni lita markaðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×