Fótbolti

Eiginmaður Solo var drukkinn á bíl landsliðsins

Solo og Stevens eru hér hress og kát.
Solo og Stevens eru hér hress og kát. vísir/getty
Bandaríski landsliðsmarkvörðurinn Hope Solo má ekki spila með landsliðinu næstu 29 dagana eftir að hafa verið sett í bann í gær.

Ástæðan sem Knattspyrnusamband Bandaríkjanna gaf út var sú að hún hefði tekið lélega ákvörðun sem hefði haft áhrif á liðið og sambandið.

Í ljós kom að eiginmaður hennar, Jerramy Stevens, fyrrum leikmaður Seattle Seahawks í NFL-deildinni, hafði verið tekinn drukkinn undir stýri og Solo sat í farþegasætinu.

Þau hjónin voru ekkert á rúntinum á sínum eigin bíl heldur á bíl sem ferjaði bandaríska landsliðið milli staða. Forráðamenn bandaríska sambandsins höföu nákvæmlega engan húmor fyrir því.

Solo mun missa af tveim vináttulandsleikjum á meðan hún er í banni. Hún sættir sig við refsinguna.


Tengdar fréttir

Solo sett í 30 daga bann

Það er enn vandræðagangur á markverði bandaríska knattspyrnulandsliðsins, Hope Solo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×