Lífið

Eigingjarn, fáfróður og latur rannsóknarblaðamaður

Tinni Sveinsson skrifar
Rannsóknarblaðamaðurinn Hjálmar ætlar sér stóra hluti en verður sjaldnast ágengt.
Rannsóknarblaðamaðurinn Hjálmar ætlar sér stóra hluti en verður sjaldnast ágengt.
Félagarnir Hjálmar Örn Jóhannsson og Sigurður Hannes Ásgeirsson standa á bak við grínþættina Háska, sem sýndir verða hér á Vísi á næstu vikum.

Háski fjalla um misheppnaða rannsóknarblaðamanninn Hjálmar sem verður sjaldnast ágengt þar sem hann veður áfram af eigingirni, fáfræði og leti.

Aðstoðarmaður hans Siggi verður hvað oftast fyrir barðinu á Hjálmari og saman lenda þeir félagar í bráðfyndnum uppákomum.

Þættirnir voru sýndir á Bravó í vor en alls eru þeir sex talsins. Hér fyrir neðan er sýnishorn úr þáttaröðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×