MIĐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ NÝJAST 11:33

iPhone sala dregst saman aftur

VIĐSKIPTI

Eigendur Liverpool játuđu sig sigrađa

 
Enski boltinn
09:30 11. FEBRÚAR 2016
Ungur stuđningsmađur Liverpool.
Ungur stuđningsmađur Liverpool. VÍSIR/GETTY

Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu ekki sigri í síðasta leik liðsins en þeir geta aftur á móti fagnað sigri á móti eigendum sínum.

Eigendur Liverpool hafa nefnilega ákveðið að hætta við hið umdeilda 77 punda miðaverð sem átti að taka upp á næsta tímabili en tilkynningin olli mikilli mótmælaöldu meðal stuðningsmanna félagsins.

Eigendur Liverpool gengu meira að segja enn lengra og báðu stuðningsmenn félagsins einnig afsökunar á þeirri kvöl sem þetta mál hefur valið stuðningsmönnunum.

Þúsundir stuðningsmanna Liverpool gengu út á 77. mínútu í leik Liverpool-liðsins á móti Sunderland á Anfield um síðustu helgi til að mótmæla því að miði í nýju uppgerðu stúkuna átti að kosta 77 pund frá og með næsta tímabili.

Liverpool-liðið var 2-0 yfir í leiknum á móti Sunderland þegar allt þetta fólk yfirgaf Anfield en fékk á sig tvö mörk í lokin og varð að sætta sig við 2-2 jafntefli. 77 punda miði er miði sem kostar rétt rúmlega fjórtán þúsund íslenskar krónur.

Eigendurnir í Fenway Sports Group sögðust hafa fengið og meðtekið skilaboðin frá stuðningsmönnum sínum.

Dýrasti miðinn á Anfield á næsta tímabili mun nú kosta áfram 59 pund eða tæplega 11 þúsund íslenskar krónur.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Eigendur Liverpool játuđu sig sigrađa
Fara efst