Viðskipti innlent

Eigendur bankanna fá ekki arðinn úr landi vegna hafta

jón hákon halldórsson skrifar
Miðað við arðgreiðslustefnu Íslandsbanka hefði bankinn átt að greiða eigendum rúma níu milljarða króna í arð á síðasta ári. Vegna gjaldeyrishafta greiddi bankinn einungis fjóra. Arion banki greiddi mu
Miðað við arðgreiðslustefnu Íslandsbanka hefði bankinn átt að greiða eigendum rúma níu milljarða króna í arð á síðasta ári. Vegna gjaldeyrishafta greiddi bankinn einungis fjóra. Arion banki greiddi mu vísir
Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka um síðustu áramót var 29,6% en var 28,4% árið á undan. Þetta má lesa út úr ársreikningi bankans sem birtur var í gær. Eigið fé er 185 milljarðar króna en nam 167 milljörðum í árslok 2013. Það er 11 prósenta hækkun á milli ára.

Hagnaður Íslandsbanka var 22,8 milljarðar króna og var 23,1 milljarður króna í fyrra.

Eigendur fengu greidda samtals fjóra milljarða í arð á síðasta ári eða rétt rúmlega 17 prósent af hagnaði ársins 2013. Arðgreiðslustefna bankans gerir aftur á móti ráð fyrir að eigendur fái 40 prósent af hagnaði bankans í arð. Á aðalfundi bankans verður ákveðið hversu mikið bankinn mun greiða eigendum sínum í arð vegna síðasta árs.

Arðsemi eigin fjár Íslandsbanka var 12,8 prósent á árinu 2014 samanborið við 14,7 prósent árið 2013. Í afkomutilkynningu Íslandsbanka kemur fram að þessi niðurstaða sé langt yfir langtímamarkmiði bankans um 12 prósenta arðsemi eiginfjár og góð afkoma þrátt fyrir að eigið fé bankans fari hækkandi. Birna Einarsdóttir bankastjóri sagði aftur á móti á fundinum að það yrði erfiðara að ná arðsemi á eigið fé þegar eigið fé fer hækkandi líkt og verið hefur.

Eiginfjárhlutfall Arion banka var 26,3 prósent í lok árs. Eigið fé bankans var 162,2 milljarðar króna en nam 144,9 milljörðum króna í lok árs 2013.

Hagnaður bankans nam 28,6 milljörðum á árinu 2014 en 12,66 milljörðum á árinu 2013. Bankinn greiddi arð til hluthafa sinna upp á 7,8 milljarða króna á árinu 2014. Arðgreiðslurnar námu því rétt tæplega 62 prósentum af hagnaðinum árið 2013. Í ársreikningnum kemur fram að stjórn bankans leggur til að 45 prósent af hagnaði ársins verði greidd út sem arður á árinu 2015 vegna ársins 2014.

Bæði Íslandsbanki og Arion banki eru að stærstum hluta í eigu kröfuhafa. 87 prósenta hlutur í Arion er í eigu Kaupþings í gegnum félagið Kaupskil, en íslenska ríkið á 13 prósent. Glitnir hf. á 95 prósenta hlut í Íslandsbanka en íslenska ríkið á fimm prósent í bankanum.

Segja má að eigendur Kaupþings og Glitnis séu að stærstum hluta erlendir kröfuhafar. Þessir kröfuhafar fá greiddan arðinn í íslenskum krónum og vegna fjármagnshafta hafa þeir takmarkaða möguleika á að skipta þeim í erlenda mynt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×