Erlent

Eigandinn tók rafmagnið af á kosningavöku Svíþjóðardemókrata

Stefán Árni Pálsson skrifar
Magnus Olson, leiðtogi flokksins í Malmö.
Magnus Olson, leiðtogi flokksins í Malmö. mynd/skjáskot frá síðu aftonbladet
Svíþjóðardemókratar lentu heldur betur í vandræðum á kosningavökunni sinni í Malmö í kvöld.

Allt í einu var allt rafmagnslaust í salnum þar sem vakan er haldin en þegar forsvarsmenn flokksins leigðu salinn á sínum tíma tilgreindu þeir ekki að fyrirhugað væri að halda kosningavöku.

Eigandi húsnæðisins brást heldur illur við og tók rafmagnið af húsinu en hann ku ekki vera sammála stefnu flokksins. Hann taldi að um væri að ræða skemmtun á vegum sænsks fyrirtækis.

Því eru stuðningsmenn og frambjóðendur Svíþjóðardemókratana í myrkri á kosningavökunni og allir fjölmiðlar fyrir utan.

Búið er að kveikja á kertum inn í húsnæðinu og Svíðþjóðardemókratarnir ætla greinilega að gera gott úr kvöldinu.

Rauðgrænu flokkarnir virðast hafa borið sigur úr býtum í sænsku þingkosningunum samkvæmt útgönguspám Sænska ríkissjónvarpsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×